þriðjudagur, 30. október 2007

Bankinn er ekki vinur þinn...

...eins og margir Íslendingar virðast halda. Vinur minn einn er óður út í síhækkandi útsvar bæjarfélaganna en hefur sig lítt í frammi þegar að afgjöld bankakerfisins eru annars vegar. Lætur sem sagt átölulaust að bankinn hirði 2-3 % umsýslugjöld af öllum hans peningum, skiptir í engum hvort hann leggur inn aura eða tekur þá út. Alltaf fær bankinn sitt og meira til. Meira að segja þegar hann greiðir niður lán fyrr en áætlað var þá greiðir hann sérstakt uppgreiðslugjald? Íslenska bankakerfið er eins og barn sem er með a.m.k. þrenn axlabönd og fimm belti til þess að halda uppi um sig stuttbuxum?

Fagna því að Björgvi G Sigurðsson viðskiptaráðherra láti sig þessi mál varða og gangi fram fyrir skjöldu í því skyni ná böndum utan um þessa vitleysu sem íslensk bankakerfið er vissulega orðið. Fagna einnig baráttu talsmanns neytanda Gísla Tryggvasonar í sömu veru. Vissulega tímabært að vinda ofan af sérkennileika hins íslenska bankakerfis sem felst í vaxtaokri, þjónustugjaldafíkn og fákeppni. Bankinn er ekki vinur þinn

Engin ummæli:

Skrifa ummæli