... hefjast einhver undarlegheit. Margt sem áður hefur verið gert og fordæmi eru fyrir verður allt í einu til þess að allt fer á annan endann í samfélaginu. Almenningur sem hefur látið ýmislegt yfir sig ganga fær allt í einu nóg.
Viðbrögð stjórnmálamanna sem í ýmsu hafa staðið verða undarleg og í fullu ósamræmi við þjóðarsálina sem er einfaldlega nóg boðið. Stjórnmálamenn takandi dæmi út og suður um sambærilegar aðgerðir, átölulausar og sama marki brenndar og þessi dæmalausa vitleysa sem átt hefur sér stað í kringum OR og dótturfyritæki þess.
Margir stjórnamálmenn skilja greinlega ekki hlutverk sitt sem felst í því að vera fulltrúar almennings fremur en hagsmungæsluverðir fárra og einkahagsmuna þeirra eins og virðist lenska hjá almörgum pólitíkusum.
OR málið er í raun bara eitt af mörgum sambærilegum málum, eins og áður sagði. Það eina sem er merkilegt við það er að allt í einum ofbauð almenningi þessi grímulausa eigantilfærsla almenningseigna og einkavinavæðing sem viðgengist hefur í hinu íslenska samfélagi árum saman.
Tæknilegar útskýringar, fundartæknileg atriði, hver má kaupa hvað sem og annað í þessu OR máli verður í þessu samhengi eins og hvert annað aukaatriði. Þetta skilja margir stjórnmálamenn ekki og eru því úti á þekju dögum saman rúnir trausti, berskjaldaðir, teknir í bólinu, undrandi og bendandi á tilstand sem viðgengist hefur lengi, fatta ekki að þetta snýst að nánast öllu leyti um dropann sem fyllt mælinn. Sennilega bara „óheppni” viðkomandi stjórnmálamanna að vera á röngum stað á röngum tíma?
Engin ummæli:
Skrifa ummæli