föstudagur, 5. október 2007

"Vandi" leikskólanna

Það er átakanlegt að fylgjast með umræðu síðustu vikna um “vanda“ leikskólanna. Í stað þess að ráðast að kjarna vandans þá fabúlera sveitarstjórnarmenn út og suður um rekstrarfyrikomulag og einkavæðingu leikskólans sem einhverja lausn. Rætt er um að greiða fólki fyrir að vera með börnin heima, fyrirtækin eiga leysa vandann og ég veit ekki hvað og hvað. Er mönnum illa við börn spyr maður, eru börn afgangsstærð í þessu þjóðfélagi.

Lausn vandans liggur algerlega í augum uppi. Hin grjótharða láglaunstefna sveitarfélagana sem launanefnd sveitarfélag framkvæmir í umboði sveitarfélaganna og viðheldur af einstökum myndarskap er kjarni þessa vanda. Sveitarstjórnarmenn mega ekki láta afar lágar tölur í hógværu launabókhaldi sveitarfélagan blinda sér sýn.

Laun gerast ekki lægri en dæmi eru um á leikskólum nema þá hjá afar óvönduðum starfsmannaleigum. Vandann má því leysa mjög einfaldlega samfélaginu til heilla með því að hækka laun fyrir þessi mikilvægu störf. Það er hlutverk sveitarstjórnarmanna að sjá til þess að svo verði, annað eru útúr dúrar og orðhengilsháttur – Það þarf bara að bretta upp ermarnar og henda þessari grjóthörðu láglaunastefnu sveitarfélaganna út á hafsauga.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli