þriðjudagur, 2. október 2007

BBC...

... er ekki á auglýsingamarkaðinum -finnst það íhugunarvert að RÚV geri hið sama. Velti fyrir mér þessu gríðarlega auglýsingaflóði sem dynur á fólki . Hlutfall auglýsinga í fjölmiðlum og kvikmyndahúsum er langt yfir þanmörkum og virðist aukast ef eitthvað er. Sýningar í kvikmyndahúsum hefjast ekki fyrr en 15 - 20 mínútum eftir auglýstan tíma vegna auglýsinga. Allt að 70 - 80 % efnis í fríblöðum eru auglýsingar og þá er ekki tekið mið að auglýsingatengdri umfjöllun. Sama á við um áskriftarblöðin, mörk umfjöllunar og aulýsinga verða stöðugt óljósari Sjónvarpsþættir eru partaðir niður vegna auglýingahléa og svona mætti lengi telja.

Síðan er innhald auglýsinga allt önnur Ella. Auglýsingar sem margar hverjar eru því marki brendar að verða ein alherjar sjálfsupphafning á ágæti viðkomandi fyrirtækja sem fer langt upp yfir þau mörk sem í daglegu máli er kallað mont. Síminn sem býður upp á hæstu símagjöld um víðan völl er yfir veraldarsöguna hafin. Landsbankinn sem tekur af heilum hug þátt í vaxta- og þjónustugjaldaokri auglýsir fólk sem fær ekki frið fyrir peningum sem eltir það út um allt? Og svona mætti lengi telja upp auglýsingar sem byggja á ofurmonti og hroka gangnvart raunveruleikanum.

Í þessu ljósi væri ekki slæmt að hafa einhver staðar skjól og er þá ekki útvarp allra landsmanna RÚV akkurat sá staður - Af stofnunnin yrði tekin sá beyski kaleikur að vera í tómu vesen með áfengisauglýsingar sem og með öðrum auglýsingum sem sérstaklega er beint að börnum í kring um barnaefni stöðvarinnar.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli