fimmtudagur, 11. september 2003

Út við ysta sæ
örlar á blessuðu starfsmatinu. Þá átti reyndar að vera tilbúið fyrir margt löngu en aðlögun og yfirfærsla kerfisins hefur því miður dregist úr hömlu. Um þessar mundir er hins vegar vinna við viðtöl að hefjast og vonandi ekki langt í að einhverjar niðurstöður liggi fyrir.

Aðalfundur SSB
Þetta og margt annað er til umræðu á aðalfundi SSB sem haldin er þessa daganna á Brjánslæk í Skeiðahreppi. Komandi kjarasamningar, trúnaðarmannafræðsla, málefni fjölskyldu og styrktarsjóðs BSRB, starf samstarfsnefndar SSB og LN, starfsmennamál, vísindasjóður og orlofsmálefni eru allt málefni sem fjallað hefur verið um á aðalafundinum.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli