fimmtudagur, 20. janúar 2005

„Sælla að þiggja en að gefa" eða ...

Það er auðvitað tómt mál að tala um að mæta í mat, leggjast upp í sófa að því loknu , horfa á ensku knattspyrnuna og neita algerleg, sem endranær, að ryksuga eða taka þátt í öðrum heimilisstörfum og láta eins og ekkert hafi í skorist, drattast upp í rúm og hrjóta eins og ekkert sé, sérstaklega ef viðkomandi hefur af eigin frumkvæði skilið við eiginkonuna, tilkynnt henni að nú eigi fólk ekki samleið lengur enda gefist aðrar konur og mun betri annarsstaðar.
Vera svo jafnvel fornema morguninn eftir þegar að í ljós kemur að hreinir sokkar og skyrtur eru ekki á sínum stað. Í hinu nýja sambandi munu allir þessir hlutir verða samkvæmt ýtrustu (ekki óskum) skilyrðum.

Lenda í síðan hremmingum milli sambanda og gera ráð fyrir að gamla „flamman" gangi þá fram fyrir skjöldu og reddi málum eins og ávallt áður. Verða síðan afar „misskildir" og jafnvel sárir þegar að sú fyrrverandi minnir á að „hin skyldu skipti" hafi það í för með sér að málið snerti sig ekki neitt lengur og menn séu á eigin vegum og hafi kosið það sjálfviljugir og verði því að greiða úr eign vandamálum sjálfir.

Datt þetta svona i hug þegar að ég fékk af því spurnir í dag hvort starfsmannfélagið ætlaði ekki að gera neitt varðandi breytta fasta yfirvinnu hjá einstakling sem sagði sig sjálfviljugur úr okkar ágæta starfsmannfélagi fyrir nokkru, teljandi sig fá verulega bætt kjör í öðru félagi. Svarið var einfalt félagið gerir ekki neitt enda viðkomandi af fyrra bragði og búin að segja að hann vilji ekkert með félagið hafa saman að sælda.

Spurningin er því einfaldlega sú? Er til fólk sem skilur að skiptum og ætlast til þess að allt það góða í gamla sambandinu gildi áfram og að viðkomandi hafi engar skyldur sjálfur? - Veit það svei mér ekki - veit hitt að vera í félagi er ekki bara réttindi, það eru ekki síst skyldur - Sennilega margir sem skilja ekki samhengið í þessu öllu saman - Veldur auðvitað áhyggjum hve mikil „naivismi" er í gangi hvað þessa hluti varðar.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli