miðvikudagur, 24. september 2003

Stjórnarfundur
Kl 17:30 var stjórnarfundur hjá STH. Ýmis mál á dagskrá eins og úthlutun á Siggubæ fram til áramóta, húsnæðismál félagsins, nýja þjónustuverið, fyrirhugaður trúnaðarmannfundur, aðlögunarsamningur á Sólvangi , fyrirhugaðar viðræður við Heilsugæsluna og ekki síst starfsmatið.

En af
starfsmati er það helst að frétta að verklag verður með þeim hætti að ekki verður rætt við hvern og einn starfsmann í fyrstu hrinu, heldur verða tekin út tiltekin fjöldi starfslýsinga hjá starfsmönnum sem geta verið einkennandi ( staðallýsing ) fyrir fjölda starfsmanna. Hugmyndin er síðan að tengja samkvæmt því. Ef viðkomandi starfsmaður telur starf sitt ekki eiga við neina lýsingu þá er hægt að kæra og er þá mál viðkomandi er tekið sérstaklega upp.
Þetta vinnulag er viðhaft til þess að hægt verði að ljúka vinnu við matið fyrir 1. desember n.k. Hér er því um millileik að ræða en vinnan mun halda áfram jafnt og þétt og matið klárað eins og upphaflega var ráðgert. Breytingar geta því verið að koma inn hægt og sígandi á næstu misserum þrátt fyrir þennan millileik.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli