föstudagur, 19. september 2003

Jósku heiðarnar

Jósku heiðarnar
áttu verða hlutskipti íslendinga forðum daga hvað búsetu varðaði . Þótti góður kostur að mati Konungs en afleiddur að mati flestra annarra og ekki síst forfeðra vorra sem sjálfviljugir kusu vosbúð og vesæld. “Bjartur í Sumarhúsum” einkennið snemma verði fyrir hendi hjá íslendingum og ýmislegt lagt á sig í nafni sjálfstæðis. Kóngur gafst ekki upp við svo búið, sótti nokkra þýska smábændur sem ollu hneykslan á sinni tíð með því er virtist vonlausum búskap, ræktuð kartöflur út um allar heiðar og voru lengi vel kallaðir “potatis bönderna” og nutu lítillar virðingar a.m.k. fyrst um sinn

Núna einhverjum 200 árum seinna sé ég ekki betur en að mannlíf á Jósku heiðunum sé með miklum blóma og heiðarnar allar hinar búasældarlegustu á að líta. Allt hefur þetta tekist þrátt fyrir íslendingaleysið.

Nú er svo komið sögu að n.k. sumar 2004 munu unglingar víða úr Skandnavíu heiðra svæðið með nærveru sinni á menningarhátíðinni Ung i Norden . Hlutskipti mitt er þátttaka í stjórnarnefnd verkefnisins. Hér er um að ræða 300 -400 unga listamenn sem koma saman í vikutíma. Heiðarnar Jósku munu því iða af norrænni menningu.. Íslenskur kúltur mun flæða um heiðarnar næsta sumar og þar sem ekki tókst að flytja landsmenn vora þangað á sinni tíð þá trúi ég ekki öðru en kóngur vor hefði verið ánægður með framtakið - a.m.k. íslenska menningu á heiðunum þó seint sé.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli