sunnudagur, 23. nóvember 2003

Ef Ingólfur Arnarson væri ódauðlegur og

Ef Ingólfur Arnarson væri ódauðlegur og
væri BSRB félagi og hefði strax árið 874 ráðið sig í þjónustu hins opinbera á hefðbundin BSRB taxta? Þá þyrfti hann að vinna þúsöldum saman til þess að öðlast þær tekjur sem við sjáum safnast á fárra hendur í íslensku samfélagi á örskotsstund.

Við kristintökuna árið 1000
Gefum okkur að Ingólfur hefði haft ca 120.000 krónur í mánaðarlaun á núvirði (2003). Árslaun hans væru 1.440.000 krónur. Eftir hundrað ára starf væri hann komin 144.000.000 og svo cirka við kristintökuna árið 1000 væri hann komin með tekjur sem næði "kaupauka" Kaupþingsmanna fyrir þetta árið þ.e. ca 150 -60 milljónum.

Á þúsund ára starfsafmælinu
Ingólfur heldur órauður áfram og á 1000 ára starfsafmælinu sínu á því merka ári 1874 eru tekjur hans orðnar 1,440.000.000 - einn milljarður og fjögurhundruð og fjörtíu milljónir sem er nokkurt fé.

Ingólfur verður þreyttur með árunum
Ingólfur sem nú er tekin að lýjast nokkuð á sér hins vegar þann draum að hætta störfum þegar að tekjur hans hafa numið því sem menn hafa tekið út úr sjávarútveginum á örfáum árum. Í þeim efnum horfir hann til "Samherja" er keypti ónafngreindan frænda út úr fyrirtækinu fyrir 3.500.000.000- kr .

Árið 3433
Draumur Ingólfs mun því rætast "fljótlega" upp úr áramótunum árið 3433 en þá fer hann að hyggja að starfslokum en því markmiði sínu nær kallinn loks í júní það sama ár.

Ekki nóg að æsa sig gegn tveimur bankastjórum
Það er ekki nóg að æsa sig bara yfir tveimur ofurlaunuðum bankastjórum. Það er því miður ekki bara bankasukkið í samfélaginu sem þarf að taka á. Það þarf að taka á öllum þessum einokunarpakka eins og hann leggur sig. Verðsamráði olíufélaganna, verðsamráði tryggingarfélaganna, fákeppni í verslun og háu vöruverði, okurvöxtum bankakerfisins, kvótabraskinu og þeim gríðarlegu eignartilfærslum til fárra útvaldra sem þar hafa átt sér stað.

Vonandi ekki bara eitt örstutt spor?
Það er því von mín að ferð forsætisráðherra í Búnaðarbankann hafi verið fyrsti liður í ferð hans um íslenskt efnahagslíf í þeim göfuga tilgangi að tryggja sanngjarna skiptingu þjóðartekna.

Ef ekki þá fær röltið ásjónu þess sem tekur að fullu þátt í valdabrölti tveggja valdablokka í íslensku efnahagslífi og þess sem beitir sér að fullu afli gegn einu fyrirtæki en lætur önnur sem eru í engu skárri óáreytt.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli