miðvikudagur, 19. nóvember 2003

100.000 krónur á hvert mannsbarn
ekki 70.000 krónur eins og ég ýjaði að hér á Dagskinnunni um daginn. Það er sem sagt ofurgróði bankakerfisins sem er til umfjöllunar og það mat DV að hann nemi eigi minna en 100.000 krónum á hvern einstakling í landinu. Stal ekki einhver jólunum ? Fór þjóðarsáttin í jólaköttinn?

Ekki mjög félagslega sinnaðir
Það verður ekki sagt að sjálfstæðismenn séu sérlega félagslega sinnaðir og samfélög ýmiskonar greinlega til vansa að þeirra mati. Frumvarp ríkistjórnarinar um að reka fólk án viðvörunar er eitt dæmið , annað er boðað frumvarp Sigurðar Kára frjálshyggjupostula og þingmanns um að koma fólki út úr verkalýðsfélögum og svo hitt sem hve best lýsir stefnunni í verki sem er að fjölda fólks er meinuð innganga í “samfélag” Heimdellinga af stakri einurð.

Flokkur eða samfélag ? Veit ekki hvort það sé réttnefni, væri ekki nær að ræða um “hrúgu” af fólki sem myndar lausbeislað hagsmunabandalag um sína ýtrustu eiginhagsmuni og allt í nafni frelsi einstaklinginsins.

Verst er þegar að “hrúgan” fer að lifa samstæðu og sjálfstæði lífi og ógnar frelsi einhverra tiltekinna einstaklinga til valda. Í þeim tilfellum verður að bregðast afar skjótt við enda samfélag einstaklinga að myndast. Heimdallarhrúgan brást því hárétt við um daginn í baráttunni gegn utanaðkomandi frelsisskerðingu - ekki satt?

Engin ummæli:

Skrifa ummæli