fimmtudagur, 30. júní 2005

Hann er fallegur bærinn okkar

Og það eigum við unga fólkinu í Vinnuskólanum að þakka, þau gera einfaldlega fagran bæ fegurri með vinnu sinni. Finnst stundum sem fólk geri sér ekki grein fyrir þessu mikilvæga framlagi og því sé unglingunum ekki þakkað sem skyldi.

Fékk meira að segja samtal fyrir nokkru, á skrifstofu ÍTH, frá konu einni er sagði farir sínar ekki sléttar og kvað ungviðið hina mestu auðnuleysingja því klukkan 10:00 viðkomandi morgun hefði vinnuhópur ungmenna setið auðum höndum ásamt flokkstjóra sínum fyrir utan húsið hennar, hlegið og spjallað saman, a.m.k. 15 – 20 mínótur. Yfir þessu vildi hún kvarta!

Hún fékk að vita sem er að allir eiga sinn kaffitíma. Geta ekkert farið frá og fá ekki einu sinni að skjótast í sjoppu. Heyrði sem var að konunni brá enda haft unga fólkið fyrir rangri sök.

Er því miður allt of algengt að svo sé. Bendi fólki bara á að líta á okkar snyrtilega bæ – verkin tala og ekkert á sér stað af sjálfu sér - framlag unga fólksins blasir við hvert sem litið er.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli