miðvikudagur, 6. júlí 2005

Mr Smith

Hef sem formaður UFN Samtaka norrænna félagsmiðstöðva þurft að ferðast nokkuð og því víða farið. Eitt er alltaf víst í þessu ferðum sem er að í komuhliðum flugstöðva um heim allan stendur fjöldi manns með spjöld merktum einhverjum einstaklingum sem verið er að sækja. Mr Smith á sitt spjald og er iðulega sóttur út á flugvelli víða um heim

Hef stundum hugsað mér gott til glóðarinnar og gerast einn af þessum „Smith-um” og fá ókeypis far með einhverri Límósíunni í miðborgina. Segja síðan bara sí svona þegar að mál upplýsast „I, am very sorry, this is a big mistake. I, am Mr Smith from Hafnarfjorður not Helsinki” og hverfa við svo búið á braut.

Hef hins vegar aldrei látið verða af þessu, hef í þeim efnum gjarnan hugsað um hinn umkomulausa og ósótta orginal Mr Smith, algerlega ósjálfbjarga úti á flugvelli, húkandi tímunum saman eftir sækjandanum. – Nei er sennilega ekki gott grín eftir allt saman, auk þess sem það er hið besta mál að nýta sér almenningssamgöngur til og frá flugvöllum, sem víðast hvar eru með miklum ágætum og auk þess hagkvæmur kostur.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli