Margir foreldrar og forráðmenn barna og unglinga eru ráðlausir gagnvart áfengisauglýsingum. Þær eru sífellt að aukast og ekki er lengur gerðar tilraunir til þess að dylja boðskapinn með útúrsnúningum af ýmsum toga.
Það er algerlega 100% öruggt að í aðdragandi verslunarmannahelgarinnar mun menn auglýsa áfengi hvað af tekur og reyndar er herferðin þegar byrjuð. Ekkert verður til sparað frekar en fyrri daginn enda virðist fjármagn til auglýsinga ekki vera skorið við nögl
Hef mikið velt fyrir mér hvað er til ráða, veit sem er að meirihluta foreldra er ákaflega mótfallið þessum keypta áróðri.
Eitt ráð er að sýna hug sinn í verki til þessara fyrirtækja sem þverbrjóta lög með sniðganga þau á forsendum viðskiptasiðferðis. Velta mál fyrir sér hvort það siðferði sem kemur fram í markvissum brotum við banni á áfengisauglýsingum sé ekki hið almenna viðhorf viðkomandi fyrirtækis á öllum öðrum sviðum þess?
Annað er það að grípa til borgaralegrar skyldu sinnar og benda yfirvöldum á lögbrot þessi sem fyrst og fremst beinast gegn réttindum barna og ungmenna.
Í þessu tilfelli er það embætti ríkissaksóknara sem þarf að tilkynna, tiltaka þarf auglýsingu og í hvað miðil og hvað dag. Ríkisaksóknara er hægt að senda ábendingu í rafpóst bogi.nilsson@tmd.is Held að nú þegar berast embættinu almargar ábendingar en betur mál ef duga skal.
Allt sem er löglegt á að leyfast að auglýsa segja hagmunaaðilar – Má þá ekki búast við tóbaksauglýsingum að nýju? – Veit það ekki - vildi bara óska að menn virtu réttindi barna og unglinga og hættu þessu ólöglegu auglýsingum.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli