Myndu bæjarfulltrúar í Hafnarfirði ( eða annars staðar) fela einhverri „Lóðaúthlutunarnefnd sveitarfélaga” fullnaðarumboð til lóðaúthlutanna í sveitarfélögum um land allt?
Hin merka nefnd myndi úthluta lóðum hægri vinstri og að því loknu senda sveitarfélögunum afrit af gjörðum sínum. Hinir kjörnu fulltrúar eða sveitarstjórnir þyrftu ekki einu sinni að samþykkja gjörninginn eða blessa með formlegri samþykkt og hafa í raun ekkert um hann að segja frekar en Pétur og Páll.
Nei 100% öruggt að hinir kjörnu fulltrúar mundu aldrei samþykkja slíkt fyrirkomulag! – Nema ef vera vildi varðandi launamál. Þar hafa menn afsalað sér öllum áhrifum og umboði til launanefndar sveitarfélaga sem hefur ótakmarkað umboð og þarf ekki að gera neitt annað en að senda afrit af samningum til sveitarfélaganna í landinu. Sjálfstæð launapólitík einstakra sveitarfélaga sem liður í starfsmannastefnu er ekki á valdsviði hinna kjörnu fulltrúa?
Finnst það skrítið, enda ávallt talið að pólitík fælist bæði í að taka á „sætu” og „súru” málunum – Veit það ekki finnst einhvern vegin launanefnd sveitarfélag vera sérstakur umboðsmaður bæjarstjórna í súru málunum. Nútíma stjórnsýsla , mannauðsstefna felst hún í slíku afsali?
Nei segi ég , bæjarfélög og samsetning þeirra er ólík, sama á við um starfsmenn og samtök þeirra – að steypa öllum í eitt mót er eins að ætla sér koma öllum í eina skóstærð óháð hinni raunverulegu skóstærð viðkomandi – til þessara hluta þarf og verður að taka tillit. Ef launanefnd sveitarfélaga getur það ekki, eða vill ekki, þá þurfa viðkomandi bæjaryfirvöld að taka af skarið - Málið er ekkert flóknara en það.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli