föstudagur, 10. júní 2005

Af pæjum

Er í Vestmannaeyjum á Pæjumótinu í fótbolta. Var síðast hér í sama tilgangi fyrir tveimur árum og stóð í ströngu. Ekki varðandi boltann. Nei málið var að tillögur um skiplagsbreytingar hjá Hafnarfjarðarbæ voru birtar í Fjarðarpóstinum, sem greinilega hafði skúbbað. Félaginu var ekki kunnugt um hvaða breytingarnar voru í bígerð , hafði ekki verið með í ráðum né haft vitneskju um hve langt málið var komið enda fór svo á formaðurinn var í símanum alla helgina og mikil vinna fór í hönd næstu vikur.

Nú tveimur árum seinna er ég en á sömu slóðum í sama tilgangi en til þess að fyrirbyggja vesen í fjarveru minni þá komum við málum þannig fyrir að forseti bæjarstjórnar var gerður að yfirfararstjóra okkar FH-inga á mótinu. Skynsöm ráðagerð enda forsetinn frábær fararstjóri – skipulag og framkvæmd til sóma, allt afslappað og fín stemming.
Gengið á vellinum er svona upp og niður enda ekki alltaf á vísan að róa á þeim vettvangi

Engin ummæli:

Skrifa ummæli