Ég held að það sé ekki langt í Heklugos sbr. myndina hér sem tekin var í gær 2. janúar frá Snjallsteinshöfða.
Ég hef tekið fjölda mynda af fjallinu í gegnum árin og minnist þess ekki að að hafa séð það svona autt að hluta til í tíð eins og núna - Það er greinilegt að snjó festir ekki í suðurhlíðum fjallsins eins og glögglega má sjá á myndinni - Held því fram að brátt hitni verulega í kolum enda fáar aðrar skýringar á snjóleysinu en undirliggjandi hiti?
Ég er með jarðskjálftamæli nærri Heklu. Það er áhugavert að sjá þennan hita sem þarna augljóslega er.
SvaraEyðaHægt er að sjá plottið frá jarðskjálftamælinum mínum hérna.
http://www.simnet.is/jonfr500/earthquake/tremoris.htm