sunnudagur, 3. janúar 2010

Stutt i Heklugos

Ég held að það sé ekki langt í Heklugos sbr. myndina hér sem tekin var í gær 2. janúar frá Snjallsteinshöfða.

Ég hef tekið fjölda mynda af fjallinu í gegnum árin og minnist þess ekki að að hafa séð það svona autt að hluta til í tíð eins og núna - Það er greinilegt að snjó festir ekki í suðurhlíðum fjallsins eins og glögglega má sjá á myndinni - Held því fram að brátt hitni verulega í kolum enda fáar aðrar skýringar á snjóleysinu en undirliggjandi hiti?

1 ummæli:

  1. Ég er með jarðskjálftamæli nærri Heklu. Það er áhugavert að sjá þennan hita sem þarna augljóslega er.

    Hægt er að sjá plottið frá jarðskjálftamælinum mínum hérna.

    http://www.simnet.is/jonfr500/earthquake/tremoris.htm

    SvaraEyða