Færeyingar eru ekki bara gott fólk því óvíða er náttúrufegurð meiri en þar. Þess mynd tók ég snemma morguns fyrir nokkrum árum í Thorshvan.
Færeyingar eru höfðingjar heim að sækja og þegar að maður hefur komið þarna einu sinni þá er eitthvað sem togar í mann að koma aftur og aftur.
Harðbýlt land lengst úti í hafi, óblíð náttúruöflin, rík menning, fegurðin og fólkið er eitthvað samspil sem gerir Færeyjar að afar áhugaverðum stað.
Hvet fólk til þess að leita ekki langt yfir skammt þegar að ferðalög eru annars vegar - Heimsókn til frænda okkar í Færeyjum er eitthvað sem engin hefur efni á að missa af.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli