Hafnfirskt íbúalýðræði hefur stundum verið gert að umtalsefni hér á síðunni. En það snýst aðalega um kosningar um stækkun álvers Rio Tinto. Nýjasta útspil í þeim efnum er tillaga bæjaryfirvalda um að ganga til kosninga enn og aftur með nánast engum fyrirvara eða þann 6. mars þegar að kjósa á um Icesavemálið.
Rökin núna að það sé óþarfi að "tefja málið" lengur, það sé búið að ræða þetta málefni í þaula? Það má vel vera en hitt er öllum ljóst það er einnig búið að kjósa um málið og fella fyrirliggjandi tillögu - Það lá einnig fyrir yfirlýsing frá bæjarfélaginu í kjölfar síðustu kosninga að mig minnir að ekki yrði kosið að nýju um þetta mál? og hvað þá að gera það nánast fyrirvarlaust.
Lýðræði snýst um upplýsta umræðu og verkefni samfélagsins þessi dægrin eru ærin og þó svo að Rio Tinto liggi á þá eru mög önnur mál samfélagsins brýnni næstu mánuðina. Fyrir það fyrsta þá er afar mikilvægt að Icesavemálið fái umfjöllun og að blanda inn í þá umræðu hagsmunabaráttu Rio Tinto er ekki við hæfi.
Það er ekkert í þessu Rio Tinto máli sem krefst tafalausra kosninga og ef enn og aftur á að kjósa um stækkun álversins þá eru haustið að mínu mati tilvalið - Önnur verkefni í íslensku samfélagi eru ærinn þessi misserin og mikilvægari a.m.k. fram að þeim tíma.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli