sunnudagur, 31. janúar 2010

Mínir menn - ekki þeirra dagur

Er staddur í Brighton í Englandi. Notaði tækifærið til þess að kíkja á leik hjá mínum mönnum í enska boltanum Brighton and Hove Albions oftast kallaðir "Mávarnir" á máli þarlendra.

Það verður að segjast alveg eins og er að Mávarnir náðu engu flugi á móti illa spilandi liði Millwall sem þó er í efri hluta C deildarinnar. Ein varnarmistök minna manna nægðu Millwall til sigurs eitt núll. Það eru blikur á lofti hjá mínum mönnum og fallbarátta framundan - 20. sætið er ekki góður árangur og sorglegt ef feta á í slóð Crew Alexsandra liðs Guðjóns Þórðarsonar sem féll rakleiðis í það sem einu sinni var kölluð enska 4. deildin og þar ku knattspyrna rísa hve lægst og á stundum vera fremur í ætt við túnþökuristur en hina göfugu íþrótt knattspyrnu.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli