mánudagur, 2. nóvember 2009

Ólafur landlæknir og fleira gott fólk

Hef stundum verið að velta því fyrir mér hvers vegna mér finnst engin landlæknir hafa verið síðan Ólafur Ólafsson lét af störfum? Nú eða hvers vegna frú Vigdís er alltaf forsetinn í mínum huga og sr Sigurbjörn Einarsson alltaf biskupinn?

Leiðir hugann að því að það er fólk sem gerir embætti að því sem þau verða en ekki embættin sjálf. Þetta fólk sem hér er nefnt er dæmi um fólk sem hefur vegna persónulegra eiginleika sinna og visku hafið embættin upp til vegs og virðingar. Þau hafa með störfum sínum, frumkvæði og málsvarahlutverki sínu lagt samfélaginu ómetanlegt lið.

Er sennilega óvitlaust að hafa þetta í huga á þessum síðustu og verstu þar sem við höfum og fáum örugglega dæmi um hið gangstæða. Ráðuneytisstjóri sem hverfur frá störfum með ríflegan starfslokasamning til þess að "skapa starfsfrið" fremur en að tilteknar og gildar siðferðilegar ástæður hafi verið fyrir brotthvarfinu er dæmi um hið gagnstæða. Vonandi fáum við fleiri "Ólafi, Vigdísar og Sigurbirni" til áhrifa í íslensku samfélagi.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli