laugardagur, 8. apríl 2006

Fréttablaðið

Undrast mjög að Fréttablaðið standi í fararbroddi íslenskra fjölmiðla hvað varðar birtingu ólöglegra áfengisauglýsinga. Fréttablaðið byggir, að eigin sögn, skrif sín um lög og réttarfar á sterkri réttlætis- og siðferðiskennd og af stakri virðingum fyrir lögum landsins. Um það ku vitna skrif blaðsins um þau mál dómskerfisins sem eru efst á „baugi” þessa dagana.

Undrast því að hið sama blað vaði yfir lögvarin réttindi barna og unglinga á skítungum skónum með kerfisbundnum brotum á banni við áfengisauglýsingum. Er umfjöllun blaðsins um Baugsmál af sömu virðingum fyrir lögum og sú lítilsvirðing sem blaðið sýnir sjálfsögðum og lögvörðum réttindum barna og unglinga til að vera laus við áfengisauglýsingar? Veit það ekki en óneitanlega er þessi undarlega ritstjórnarstefna lítt til þess fallin að auka trúverugleika blaðsins nema síður sé?

Engin ummæli:

Skrifa ummæli