laugardagur, 29. apríl 2006

Eins og kerlingin sagði

Voru orð Ólafs Thors er hann hafði viðhaft tilvitnun í biblíuna á einhverjum fundi í eina tíð. Við Hafnfirðingar eigum einnig okkar „ móment “ í tilvitnunum. Einn af okkar fremstu hafnfirsku verkalýðsforingjum hóf eitt sinn ræðu sína á þeim orðum að „ nú væri 1. maí um land allt”
Að sama meiði eru „nýjir málshættir” eins og „að berjast í bönkum “ eða „að vera með lífið í lungunum”

Hvað með það þeir sem eru kátir með launin sín sitja heima á 1. maí en við hin hittumst við ráðhúsið kl 13:30 og röltum saman upp í Hraunsel við Flatahraun. Nærum þar bæði sál og líkama.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli