laugardagur, 1. apríl 2006

Er á leið til Nasembíu

Fékk símtal í morgun frá formanni UFN samtaka norrænna félagsmiðstöðva. Ræddum saman vel og ítarlega enda málefnið mikilvægt. Formaðurinn tjáði mér að UFN hafi verið fengið það verkefni af Alþjóðlega norræna þróunarsjóðinum að byggja upp og koma á legg félagsmiðstöðvum og félagslega tengdri þjónustu í Nasembíu. Erindi formannsins var að falast eftir starfskröftum mínum í þetta verkefni og mitt hlutverk yrði að halda utan um starfsemina í borginni Kanneo. Starfið fælist aðallega í því að sinna ýmsum sérfræðistöfum á sviði félagsmála sem og verkstjórn þess hluta verkefnisins sem fram fer í borginni.

Þurfti ekki að hugsa mig lengi um og ekki var fjölskyldan fráhverf þessu nema síður væri . Laun Hafnarfjarðarbæjar eru auk þess af þeirri stöku hófsemd að ekki er frá miklu að hverfa í þeim efnum. Mun auðvitað sakna góðra samstarfsmanna. Nú er því staðan einfaldlega sú að menn fara að pakka niður og drifa sig til Svíþjóðar til skrafs og ráðagerða og til þess að ganga frá ráðningarsamningi sem verður til árs þ.e. til 1. apríl 2007

Engin ummæli:

Skrifa ummæli