mánudagur, 4. febrúar 2008

Góðtemplarar ...

... á Akureyri skilgreina forvarnarstarfsemi í víðara lagi sbr. samþykktir íslensku Góðtemplarareglunar:

“Markmið IOGT er að fólk um allan heim njóti frelsis og tilgangsríks lífs. Bindindissamtökin IOGT á Íslandi vilja…
Vinna fylgi lífsháttum án vímuefna - og stjórnmálastefnu sem miðar að því að takmarka neyslu áfengis og annarra vímuefna og minnka skaðann sem fylgir henni.
Vinna að því að auka þá virðingu sem fólk ber hvert fyrir öðru án tillits til kynþátta, kyns, trúar- og stjórnmálalegra skoðana.
Leggja sitt af mörkum ásamt IOGT í öðrum löndum til að draga úr fjárhags- og félagslegum mun milli fólks.
Taka þátt í friðarstarfi innanlands og styrkja slíkt starf í heiminum með félögum IOGT í öðrum löndum.
Taka þátt í baráttu fyrir verndun umhverfisins.
Leggja lið raunhæfum aðgerðum og félagslegri þjónustu til að tryggja mannsæmandi líf fyrir fórnarlömb áfengis og annarra vímuefna og fjölskyldur þeirra. “

Góðtemplarar gefa 50.000.000 sjá: http://dagskra.ruv.is/streaming/sjonvarpid/?file=4398175/5

Með fullri virðingu fyrir hinum brýnu viðfangsefnum heilbrigðiskerfisins þá er samt sem áður vert að benda á að forvarnarbransinn hefur úr afar litlu fjármagni að moða og á ekki sjéns í áfengisbransann sem eyðir ómældum fjárhæðum í auglýsingar. Hefði því talið nær starfsemi og markmiðum hreyfingarinnar að styrkja þann vettvang - ekki veitir af.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli