mánudagur, 28. janúar 2008

Ráðgjafasíður

Ungt fólk er oft að velta fyrir sér málum sem það þorir ekki að spyrja um eða að foreldrar þora ekki, eða vita ekki á hvern veg er best að svara, eða vekja máls á. Þetta verður til þess að unglingarnir leita svara á netinu. Oft eru þetta spurningar varðandi kynlíf, kynhegðun og kynhlutverk sem geta vafist fyrir unga fólkinu.

Í þessu sambandi eru tvær síður sem eru afar vandaðar og góðar. www.astradur.is sem er í umsjón læknanema er frábær og mjög faglega unnin síða. Sama á við um www.totalradgjof.is sem er ráðgjafasíða Hins Hússins í Reykjavík.

Vandaðar síður eru alltaf einkennanlegar þ.e. að glögglega má sjá hverjir halda úti viðkomandi síðu. Nokkur brögð eru á sjálfsskipuðum dulbúnum "sérfræðingum" í netheimum sem halda útí síðum sem gera bara illt verra. Best er auðvitað ef foreldrar geti rætt þessi miklivægu mál við unglingana sína, ef ekki þá er gott að geta bent á alvöru síður. Unglingar spyrja spurninga sem þarf að svara, tryggjum að þau fái rétt svör.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli