mánudagur, 7. janúar 2008

Hörður Torfason ...

... er án alls vafa einn af okkar fremstu listamönnum. Lenti í því ánægjulega hlutverki að vera veislustjóri, eða frekar réttara að segja kynnir, í fimmtugsafmæli vinar míns á föstudagskvöldið. „ Afmælið“ reyndist þegar að til kom vera tónleikar með Herði Torfasyni.

Frábærir tónleikar enda Hörður okkar allra besti trúbadúr. Hörður er ekki bara afburðargóður tónlistamaður, hann er ekki síðri sagnameistari og þegar að tónlistin og sögurnar verða eitt þá er komin formúla að vel heppnuðum performans. Sem varð raunin á föstudagskvöldið, frábærir tónleikar í alla staði – Mikið erum við íslendingar ríkir að eiga svona „menningarveitu“ eins og Hörð Torfason.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli