Guðmundur Árni var dugmikil bæjarstjóri og afar vel virkur, ótvíræður foringi sem gerði Alþýðuflokkinn að stórveldi með opnum prófkjörum og aðkomu fjölda fólks úr grasrótinni . Guðmundur hefði hins vegar að ósekju mátt starfa lengur að bæjarmálum en í lok kjörtímabilsins 90 – 94 hvarf hann í landsmálin.
Erfið og misráðin samstarfsslit við Alþýðubandalagið 1990 höfðu mikil áhrif næstu árin og gerðu það að verkum að trúnaðarbrestur varð milli fyrrum félaga sem leiddi til þess að alskyns meirihlutar voru myndaðir með afar mismunandi árangri á tíunda áratug síðustu aldar sem endar síðan með því að Sjálfstæðismenn og Framsóknarmenn ná meirihluta.mánudagur, 8. mars 2010
Af hafnfirskum bæjarstjórnarmálum - l
Einn frískasti meirihluti í Bæjarstjórn Hafnarfjarðar var meirihluti Alþýðuflokks og Alþýðubandalagsins 1986 -1990 undir forystu Guðmundar Árna Stefánssonar og Magnúsar Árnasonar. Farsælt samstarf sem leiddi til þess að kratar fengu hreinan meirihluta í kosningunum 1990. Margir túlkuð úrslitin þannig að nú væri ósk bæjarbúa sú að kratarnir færu einir með völd. Sem og varð en var misráðið því sennilega var það svo að margir bæjarbúar fyrrum fylgismenn annarra flokka studdu meirihlutann þ.m.t. sjálfstæðismenn margir hverjir sem ekki gátu hugsað sér að kjósa „kommanna“ og kusu því kratanna í staðin. Reyndin var hins vegar sú að sá ágæti drengur Magnús Árnason sem átti mjög verulegan þátt í farsæld 86-90 meirihlutans naut ekki ávaxtanna af þeirri vinnu.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli