laugardagur, 20. mars 2010

Ágæti þingmaður

Ágæti þingmaður

Foreldrasamtök gegn áfengisauglýsingum fagna frumvarpi Ögmundar Jónassonar og Þuríðar Backman um breytingar á 20. grein áfengislaga. Sjá nánar hér http://www.althingi.is/altext/138/s/0339.html . Þó svo að núverandi lög séu skýr og ekki síst hinn siðferðilegi boðskapur þeirra þá hefur ákæruvaldið og dómskerfið ekki tekið á þessum málum sem skyldi og það þrátt fyrir að kærur og ábendingar vegna ólöglegra áfengisauglýsinga nemi hundruðum. Dómar eru fjölmargir, dæmi um nokkra þeirra má sjá á heimasíðu Foreldrasamtaka gegn áfengisauglýsingum www.foreldrasamtok.is En betur má ef duga skal og í þeim efnum styrkir frumvarp Ögmundar Jónassonar og Þuríðar Backman sjálfsögð réttindi barna og unglinga til þess að vera laus við gengdarlausan áfengisáróður.

Foreldrasamtök gegn áfengisauglýsingum skora á alla alþingismenn hvar í flokki sem þeir standa til að veita þessu frumvarpi brautargengi. Velferð barna- og unglinga er brýnna verkefni en ýtrustu viðskiptahagsmunir áfengisframleiðenda. Æskan er okkar fjársjóður

Foreldrasamtök gegn áfengisauglýsingum

"Hinn rétti mælikvarði á stöðu þjóðar er hversu vel hún sinnir börnunum." (UNICEF, 2007).

Foreldrasamtök gegn áfengisauglýsingum

Heimasíða www.foreldrasamtok.is

Rafpóstur foreldrasamtok@foreldrasamtok.is

Foreldrar, forráðamenn og aðrir þeir sem bera velferð æskunnar fyrir brjósti

SNIÐGÖNGUM AUGLÝSTAR ÁFENGISTEGUNDIR

Engin ummæli:

Skrifa ummæli