laugardagur, 26. júlí 2003

L. Norðfjörð, stórskáld m.m sendi mér þennan leikþátt
Löggan: Góðan daginn, ríkislögreglustjóraembættið.
Borgari : Góðan daginn. Það er verið að lemja mann hérna, ég er sem sagt að tilkynna hrottalega líkamsárás við Laugarveg 17
Löggan : Nú, við vitum ekkert um það ?
Borgari: Ætlið þið ekki að koma ?
Löggan: Koma? Við vitum ekkert um þetta, það er ekki nóg að hafa samband þú verður að skrifa okkur formlegt erindi, það er ekki nóg að segja okkur þetta, hef enga ástæðu til þess að ætla að um árás sé að ræða. Það er ekkert að marka svona samtal..
Borgari: En ......
Löggan: Hafðu góðan dag, blessaður.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli