mánudagur, 14. júlí 2003

Sveit vaskra sveina og meyja

Sveit vaskra sveina og meyja
Gerðust matvinnungar fyrir tveimur árum þegar að hópur félagsmanna fór í Skorradal og bar á bústaðinn okkar, "Bessastaði". Þessi röska sveit bæjarstarfsmanna var ekki nema um tvo tíma að klára allt verkið. Nú er svo komið að ekki veitir af að bera á bústaðinn aftur og verður því síðsumars efnt til ferðar í Skorradalinn þar sem að fyrir utan fúavörnina og tilheyrandi verður auk þess meðferðis eitthvað gott á grillið sem og eitthvað er slekkur sárasta þorstann við verklok. Ferðin verður nánar auglýst er nær dregur á heimasíðu STH.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli