sunnudagur, 12. mars 2006

www.astradur.is

Er fínn fræðsluvefur um kynferðismál fyrir ungt fólk og foreldra. Að honum standa læknanemar sem eru mjög virkir á þessu sviði fræðslumála. Framtak þeirra , bæði vefurinn sem og bein fræðsla, er afar vönduð og góð. Því miður er það svo að á netinu eru sjálfskipaðir „sérfræðingar” á þessu sviði sem þó koma ekki einu sinni fram undir nafni eða í besta falli fölsku nafni. Regla númer 1 er því að vita hver er að ráðleggja og að ráðleggingar séu þær bestu sem völ er á hverju sinni.
Þessi skilyrði uppfyllir vefur læknanema að öllu leyti. Hvet því fólk bæði til að kíkja á vefinn og ekki síst láta aðra vita af honum. Sjón er sögu ríkari sjá astradur.is

Engin ummæli:

Skrifa ummæli