þriðjudagur, 14. mars 2006

Af veruleikanum

Launanefnd sveitarfélaga lætur ávallt eins og bæjarstarfsmannastarfsmannafélög séu öðru vísi en þau í raun eru og kemur fram við þau sem slík. Skapalón launanefndar er félag X sem samanstendur að lang mestu leyti af störfum sem ekki gera miklar kröfur um menntun. Reyndin er hins vegar sú að félög eru mismunandi uppbyggð og sennilega hefur STH mestu sérstöðuna meðal þeirra.

Samningar um sk. starfsmat virka alls ekki þegar komið er upp fyrir allra lægstu störfin m.a. vegna vonlausrar launatengingar við kerfið. Ekki var við það komandi, af hálfu launanefndar sveitarfélaga, í síðustu kjarasamningum að fara sömu leið í tengingum og Reykjavíkurborg gerði síðan nokkrum mánuðum síðar.

Og ekki fór launanefnd þá augljósu leið leiðréttingar að samræma tengingar starfsmatsins við Reykjavík þegar að laun voru leiðrétt fyrir skemmstu. Afleiðingar þær að all nokkur hópur STH félaga hefur verið settur hjá garði, situr eftir og stenst ekki samanburð við sömu störf eða önnur störf í sama fagi eins og t.d. varðandi kennslu- og uppeldisstörf. Það sem gerir málið enn sérkennilegra er að það var þessi sama launanefnd sem gerði einnig þá samninga sem vísað er til?

Hafnarfjarðarbær á að sýna fordæmi og koma sér út úr launanefnd sveitarfélaga. Viðhorf og afstaða launanefndar til starfsmannafélags eins og STH er með þeim hætti að slíkt getur ekki þjónað öðru en ágætum markmiðum bæjarins í starfsmannamálum sem m.a. koma fram í mannauðsstefnu bæjarins.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli