föstudagur, 30. júní 2006

Leiksigur á Ung i Norden

Er í Færeyjum en þar fer fram þessa daganna ungmennamenningarmótið Ung í Norden. Þannig háttar til að ég er í verkefnisstjórn fyrir Íslands hönd en ÍTH er framkvæmdaraðili f.h. Menntamálaráðuneytisins hvað varðar þátttöku íslenskra ungmenna á mótinu. Þetta er í þriðja skiptið sem við sjáum um þetta verkefni sem fram fer annað hvert ár. Hópurinn er skipaður 18 ungmennum á aldrinum 14 – 18 ára. Auk Hafnfirðinga eru krakkarnir víða af landinu enda ekki síst markmið með þessu verkefni að mynda tengslanet íslenskra unglistamanna.

Er hér í góðum félagskap og þar fara fremst samverkamenn mínir og vinir þau Andri Ómars farastjóri og aðstoðarforstöðumaður í félagsmiðstöðinni Öldunni og Sara Marti Guðmundsdóttir söng-, leik- og listakona sem alfarið hefur séð um listræna stjórnum og undirbúning þess hluta verkefnisins. Frábær listamaður sem á ákaflega einfalt með að fá það besta út úr unga fólkinu.

Enda fór svo að sýning íslenska hópsins sló algerlega í gegn. Unga fólkið sér og sínum til mikils sóma. Smelli hér til gamans mynd úr sýningunni. Áhugafólki um unglingamenningu bendi ég á íslenska heimasíðu verkefnisins http://unginorden.blogspot.com/ sem og á hinni opinberu síðu mótsins http://www.unginorden.fo/

Engin ummæli:

Skrifa ummæli