miðvikudagur, 21. júní 2006

Fjarðarpósturinn og PAN

Ritstjóri Fjaraðpóstsins gerir að umtalsefni í tölublaði þessarar viku hljómsveitina PAN sem honum þótti lítið til koma sem síðasta dagskráliðar á kvöldskemmtun 17. júní hátíðarhaldanna í ár. Vitnar í m.a. umfjöllun mína hér á dagskinnunni um bandið. Af því má ráða að það hafi verið sérstakt áhugamál mitt að fá bandið til að spila. Dagskrá 17. júní er aldrei miðuð við smekk þeirra sem standa að framkvæmd og skipulagningu hátíðarhaldanna. Á 17. júní er markmiðið að koma til móts við og reynt að höfða til sem allra flestra íbúa bæjarins frá 0 – 100 ára.

17. júní nefnd hefur auk þess nánast ávalt gefið ungum og efnilegum hafnfirskum listamönnum sem eru að stíga sín fyrstu spor kost á að koma fram á hátíðarhöldunum og í ár var það hljómsveitin PAN. Á næsta á má gerða ráð fyrir einhverjum öðrum ungum og efnilegum hafnfirskum listamönnum enda af nægu að taka í þeim efnum. Við sem eldri erum eigum auðvitað að gefa okkar unga og óreynda listfólki tækifæri og veita því stuðning þó svo að list þeirra falli ekki endilega að okkar eigin smekk. Trúi því ekki að menn séu eitthvað á móti því?

Engin ummæli:

Skrifa ummæli