föstudagur, 19. mars 2004

Starfsmatið komið í bæinn.

Starfsmatið komið í bæinn.
Í næstu viku fer starfsmatsvinna í gang. Búið er að taka út þau störf sem eiga að fara í viðtöl hjá okkur í Hafnarfirði og gert er ráð fyrir að viðtöl fari fram strax í næstu viku. Með þessu er verið að reka endapunkt á vinnuna sem hefur því miður dregist allt of lengi.

Tenging starfsmats við laun er næsta skref og það þarf ekki að taka langan tíma. Aðaltriðið er að starfsmatsgrunnurinn er komin og er gott gagnasafn yfir störf bæjarstarfsmanna innan SSB.
Lýsingar verða birtar á netinu í fyllingu tímans. Þar getur fólk borið saman lýsingu og sitt starf. Ef það passar illa þá er kæruréttur nýttur þannig að viðkomandi einstaklingur getur komið ábendingum sínum formlega á framfæri.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli