þriðjudagur, 2. mars 2004

Okkur berast kvartannir, mjög háværar og með réttu

Okkur berast kvartannir, mjög háværar og með réttu
Tilefnið rafrænir launaseðlar Hafnarfjarðarbæjar. Einhliða ákvörðun án formlegs og upplýsts samþykkis viðkomandi einstaklinga. "Ef þú lætur ekki vita þá ert þú samþykkur" segja menn en þetta stenst engan vegin og svona er einfaldlega ekki hægt að vinna. STH benti bæjaryfirvöldum á þessa annmarka fyrir nokkru án árangurs, eins og klúðrið um þessi mánaðarmót ber því miður vitni um

Hvert er auk þess öryggið varðandi rafræna launaseðla og eru persónuupplýsingar eins og samsetning launa á glámbekk í heimabönkum viðkomandi? Öruggt kerfi segja sumir en aðrir umdeilanlegt og margir í tölvubransanum eru fullir efasemda.
Réttur bæjaryfirvalda til að fara með upplýsingar af þessu tagi með þessu hætti er engin.

Lausn málsins er einföld snúa málinu við, biðja fólk afsökunar á því raski sem þetta hefur valdið þeim og senda út eyðublöð þar sem að þeir sem þetta vilja, geta sent launadeild undirskrifað formlegt plagg þar sem sérstaklega er farið fram á að launaseðlar séu sendir í heimabanka viðkomandi, sem sagt formleg samþykkt og ósk . Þögn er ekki sama og samþykki, hvorki í þessum málum né öðrum og bæjaryfirvöld geta einfaldlega ekki stillt málinu upp með þeim hætti.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli