mánudagur, 29. mars 2004

Aðalfundur Samflots

Aðalfundur Samflots
bæjarstarfsmanna verður haldin þann 1. apríl n.k. að Geysi. Þátttaka félaga er framar öllum vonum en á þessum fundi mæta þau félög sem ætlað aða standa saman að næstu kjarasamningum. Þegar að þessar línur eru settar í rafrænt form þá hefur einungis eitt félag, STAK á Akureyri afþakkað gott boð um þátttöku.

Ekki er vitað á hvern veg Akureyringar hugsa sér næstu samningalotu en samkvæmt fréttum fjölmiðla í gær þá virðist svo sem að þátttaka í hinu nýja félagi Kili, sem Akureyringar hafa haft veg og vanda að, verði ekki eins almenn og gert var ráð fyrir. Tvö stór félög , Félag opinberra starfsmanna á Vestfjörðum og Starfsmannafélag Dala-og Snæfellsness höfnuðu nánast samhljóða aðild að Kili á aðalfundum sínum um helgina.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli