fimmtudagur, 24. september 2009

Hvaða áskrift hentar þér ...

... spyr Mogginn? Engin svara ég tafarlaust. Davíð Oddsson í stól ritstjóra Morgunblaðsins er ekki akkúrat það sem íslensk þjóð þarfnast. Málsvörn hrunsins og umfjöllun a la Davíð Oddsson og hans kumpána dag út og dag inn verður engum bjóðandi, pólitískt klám - Afturhvarf til hinnar grímulausu hagsmunabaráttu sægreifa og efstu laga viðskiptalífsins, sem meðal annars mun felast í linnulausum og ómaklegum árásum á það fólk sem nú um stundir gerir ekkert annað en að þrífa upp "messið" eftir hugmundafræðilegt gjaldþrot þeirra stefnu sem ritstjórinn stóð fyrir. Nei takk ómögulega hef ekki hug á því að styrkja slíkt blað.

Mogginn a la Davíð Oddsson og kornfleksið að morgni dags fer ekki saman - læt ekki kornfleksið líða fyrir það - segi upp Mogganum frá og með dags dato . Velti fyrir mér hvort að 3.000.000.000 króna skuldaniðurfelling á skuldum Moggans í febrúar s.l. sé ekki í raun hæsti flokkstyrkur Íslandssögunnar. Illa farið með mikið fé á erfiðum tímum.

Sjá pistill frá 2. febrúar s.l. "Ríkisrekin frjálshyggja"

Engin ummæli:

Skrifa ummæli