miðvikudagur, 16. september 2009

Af pólitísku alzheimer

Íslensk pólitík er i pattstöðu – fyrir það fyrsta þá muna sjálfstæðismenn og framsóknarflokkur ekkert eftir pólitísku handlangi sínu í fyrri ríkistjórnum, sem leiddi okkur í mestu kreppu s.l. 150 ára eða svo. Í öðru lagi gefa menn sér upp þær forsendur að í efnahagsmálum sé hið algerlega frjálsa val kostur í stöðunni. Vegna þeirrar stefnu sem þessir flokkar kannast ekki við og vita ekkert af þá er Ísland einfaldlega ekki vaðandi í möguleikum hvað varðar leiðir út úr kreppunni.

Stjórnmálaumræðan hefur í fáu tekið mið af þessu ef marka má umræður á Alþingi í sumar. Hið pólitiska alzheimer gerir það að verkum að menn kannast ekki við neitt úr fortíðinni og umræðunni má líkja við pælingar um ýmsar tegundir af sumarfatnaði til þess að fara í út í sólina? þegar að hinn napri raunveruleiki er fimbulkuldi og vetrarhörkur. Heimur spádeilda bankanna um hið eilfía sumar í efnhagsmálum var tálsýn, „auglýsingarveruleiki“.

Umræður á Alþingi hafa því verið á sorglega lágu plani og í engu til þess fallnar af leiða þjóðina úr þessu ógöngum. Slíkt er ábyrgðarleysi og ber vott um pólitískt alzheimer eða meðvirkni á heimsmælikvarða „það er/var ekkert að“ það eru bara svo léleg stjórnvöld núna ? – veit það ekki en veit þó að gamaldags þrætubókarlist a la umræður sumarsins skilar engu - nema ennþá minni tiltrú á stjórnmálamönnum sem kannski var nú ekki mikil fyrir. Pólitískar skotgrafir eru ekki það sem þjóðin þarf á að halda.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli