mánudagur, 23. mars 2009

Er frjálshyggjan ekki frjálshyggjunni að kenna ?

Undarlegt að sjá undir iljarnar á helstu talsmönnum "hugmyndafræði frjálshyggjunnar" þegar að talið berst að ábyrgð ! Vondir karlar í “góðu kerfi” er hið staðlaða svar – hefur maður ekki heyrt þessa frasa áður og voru það ekki akkurat menn eins og hugmyndfræðingurinn Hannes Hólmsteinn og hans lærisveinar sem gerðu grín að svona rökum hér í eina tíð. Þótti ekki góð retorik í þá daga en að virðist nýtileg í nauðvörn frjálshyggjunnar um þessar mundir. Verst auðvitað ef að menn afneiti tengslum við hugmyndakerfið með öllu, svona svipað eins og í Markúsarguðspjalli 14:72

Í Chile frjálshyggjunnar var mikið haft fyrir “góðu körlunum” – eitt stykki her nýttur til að halda hugmyndafræðinni gangandi sem reyndar átti einnig við í Sovétinu sáluga – Alltaf erfitt þegar að almúginn passar ekki inn í hugmyndakerfi aðalsins hverju nafni sem hann kann að nefnast hverju sinni - skiptir þá í engu hvort átt er við fullkomlega misheppnaða brauðmolahagfræði frjálshyggjunnar eða alræði Sovétsins sáluga.

1 ummæli:

  1. Þú mátt ekki rugla saman frjálshyggjunni og mönnum, sem e.t.v. hafa einhvern tímann verið kallaðir "frjálshyggjumenn", en hafa kannski bara verið fylgjandi henni á sumum sviðum en ekki öðrum. Sá sem beitir her fyrir sig getur t.d. aldrei talist vera sannur frjálshyggjumaður og sá sem var fylgjandi þeim pilsfaldakapitalsma sem ríkti og ríkir í fjármálakerfi heimsins er ekki frjálshyggjumaður.

    Frjálshyggjan gengur út á þá hugsjón, að mönnum sé frjálst að gera það sem ekki skaðar aðra. Ríkisábyrgð á skuldbindingum banka og annarra fjármálastofnana flokkast því aldrei undir frjálshyggju, þar sem skattborgarar þurfa að taka á sig tap bankanna ef illa fer. Alveg sama hvað Hannes Hólmsteinn, eða aðrir "frjálshyggjumenn", sögðu á sínum tíma.

    Útgangspunktur frjálshyggjunnar er, að menn beri ábyrgð á eigin gjörðum. Svo einfalt er það.

    SvaraEyða