þriðjudagur, 31. mars 2009

Bókin kemur ekki út á morgun

Eins og margir vinir mínir vita þá hef ég nýlokið við bók um sögu æskulýðsmála í Hafnarfirði. Ég áætlaði að bókin yrði klár úr prentun í byrjun apríl en vegna prófkjara og landsfunda ýmiskonar þá var prentsmiðjan tilneydd til þess að fresta útgáfunni um nokkra daga. Bið ég fólk afsökunar á þessari seinkun og einnig því að áætluð móttaka í Hafnarborg á morgun 1. apríl kl 17:00 fellur niður.
Hins vegar má panta bókina í þjónustuveri Hafnarfjarðarbæjar í sima 585 55 00 og eða póstfanginu hafnarfjordur@hafnarfjordur.is Bókin er 186 síður, prýdd fjölda mynda og kostar aðeins 2.600 krónur.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli