þriðjudagur, 1. nóvember 2005

Er Fréttablaðið hafið yfir íslensk lög?

"Ágæti ríkissaksóknari

Í síðdegisþættinum á útvarpsstöðinni Talstöðinni föstudaginn 28. október árið 2005, þar sem fjallað var um áfengisauglýsingar, viðurkenndi fréttastjóri Fréttablaðsins Kári Jónasson með skýrum og afdráttarlausum hætti í heyrandi hljóði að blaðið birti áfengisauglýsingar.

Við sem sent höfum embætti yðar ábendingar um slík lögbrot undanfarin misseri barst þarna óvæntur liðsauki enda verður ekki annað séð en að málið teljist þar með upplýst. Fram eru komnar formlegar ábendingar um lögbrot og fyrir hendi liggur afdráttarlaus játning. Undirritaður gerir því ráð fyrir að embætti yðar grípi til viðeigandi ráðstafanna. Samkvæmt lögum eiga börn og unglingar rétt á því að vera laus við auglýsingar af þessum toga og skora ég á embættið að gera gangskör í þessum málum til þess að svo megi verða.

Virðingarfyllst

Árni Guðmundsson"

Engin ummæli:

Skrifa ummæli