sunnudagur, 30. október 2005

Seðilgjald

Ef maður þarf að borga gjald, seðilgjald fyrir að borga reikningana sína. Af hverju þarf maður þá ekki líka að borga gjald fyrir seðilgjald seðilinn? Og ef svo er af hverju þarf maður ekki að borga seðilgjald fyrir seðil seðilgjaldseðilinn... o.sv.fr.?

Skil ekki hvers vegna það er bara gjald fyrir fyrsta seðilinn? Er auðvitað ekki sanngjarnt vegna seðlana sem á eftir koma. Kannski allt í lagi vegna innheimtuþóknunarinnar eða útskriftargjaldsins svo ekki sé minnst á greiðslugjaldið sem allt saman leggst ofan á...?

Tóm rugl - Fyrst og fremst vanvirðing við viðskiptavini enda okur sem byggir eingöngu á forsendum samráðs og fákeppni.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli