Máli verkalýðsfélagsins Hlífar vegna útboðs Hafnarfjarðabæjar á ræstingum var vísað frá Félagsdómi. Phyrosarsigur fyrir Hafnarfjarðarbæ myndi ég telja enda herkostnaður mun meiri en landvinningar í þessu máli. Liggur í augum uppi þar sem málið snertir fjölmargar fjölskyldur hér í bæ og lífsafkomu þeirra með einum eða öðrum hætti.
Finnst einhvern vegin að bæjarfélög hafi ríkari skyldur gagnvart starfsfólki sínu en praktíseraðar hafa verið í þessu máli. Fyrirtækið Sólar fær töluvert fyrir sinn snúð enda ekki í góðgerðarbransanum. Vinnuframlag ræstingarfólks (sem eru mun færri en voru) er nú 3 - 4 sinnum meira en var en kaupið í besta falli það sama ?
Veit það ekki - ræstingarfólk og bágborin kjör þess, er það eitthvað til að krukka í ?
Engin ummæli:
Skrifa ummæli