miðvikudagur, 18. maí 2005

Opinberir starfsmenn i Danmorku

Eru þeir aðilar vinnumarkaðarins sem njóta mests trausts i Damnörku. Og fremstir meðal þeirra eru pedagogarnir sem starfa m.a. við félagsmiðstöðvar,leikskóla, tómstundaheimili og í skólunum.
Danir treysta hins vegar ekki, eða i besta falli, afar illa bílasölum og blaðamönnum. Ekki eru launin i nokkru samræmi við þetta hvorki i Danmörku né á Íslandi.

Þetta og margt annað höfum við verid ad ræða hér í Brussel á EPSU fundi( samtök evrópskra verkalýðsfélaga - bæjarstarfsmannadeildin )
Það hefur einnig komði í ljós að réttindi launafólks i þeim löndum sem nú eru að koma inn i Evrópusambandið eru afar slopp. Í Rumeníu er allt selt og einkavætt sem hugsast getur og ríflega það. Í Tyrklandi eru réttindi veigalítil og ekki i nokkru samræmi við Það sem áunnist hefur t.d. i Skandinaviu og i norður Evrópu. Fleirri dæmi mætti nefna en það bíður betri tima.

Sé sem er að ströglið og baráttan hjá íslenskri verkalýðshreyfingu i gegnum árin hefur svo sannarlega skila árangri. Þó svo ad maður vilji stundum gleyma því. Við megun svo sannarlega ekki sofna a verðinum.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli