sunnudagur, 30. maí 2010

Sem endranær þá sigruðu allir

Það hefur verið fróðlegt að fylgjast með umræðum stjórnmálamanna eftir sveitarstjórnarkosningarnar. Sem endranær sigurðu allir í þessum kosningum! Ég velti fyrir mér í fullri alvöru hvort  stjórnmálmennirnir sjálfir trúi þessu bulli sínu ?  Og ef svo er, er þá hægt að treysta á að mat þeirra á öðrum mikilvægum viðfangsefnum samtímans sé ekki byggt á sömu ranghugmyndum? Eða er það kannski raunin? Veit það ekki en "Pollyönnu heilkenni" margra íslenskra stjórnmálamanna er sennilega algert.  

Auðvitað eru það svona viðbrögð sem gera það að verkum að tiltrú almennings á stjórnmálamönnum fer sífellt minnkandi. Tilvera almennings  er ekki samfelld sigurganga eins og "kosningasaga" stjórnmálamanna. Á milli þessara heima er af þessum sökum  breikkandi  gjá sem skynsamir stjórnmálamenn ættu að fyrirbyggja að þróist frekar . Að takast  á við lífsins sigra ... og töp af auðmýkt , æðruleysi og heilindum er hluti af tilverunni þ.m.t í pólitíkinni. Stjórnmálamenn sem ætlast til að þeir séu teknir alvarlega þurfa að gera sér grein fyrir þessu.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli