miðvikudagur, 2. júní 2010

Af hægrisinnuðum vændiskonum

Nú hefur argumentasjón Hannesar Hólmsteins risið í hæðstu hæðir sbr. þessi nýjust skrif hans:

„Þess vegna voru — og eru — styrkir fyrirtækja, stórra og smárra, til Sjálfstæðisflokksins eðlilegir, því að hann er einn flokka hlynntur frjálsu atvinnulífi, hagstæðu almennu umhverfi fyrir atvinnufyrirtæki. Á sama hátt voru — og eru — styrkir, sem stjórnendur almenningshlutafélaga veita vinstri flokkum og vinstri mönnum, óeðlilegir. Hið eina, sem vakir fyrir stjórnendum almenningshlutafélaga með slíkum styrkjum, er að kaupa einstaka menn eða flokka til einhvers, sem ekki er í samræmi við yfirlýsta vinstri stefnu þeirra
“( Hannes Hólmsteinn , Pressan 2010).

Ef þessi undarlega „hugmyndafræði“
prófessorsins er sett í feminiskt samhengi þá er ljóst að hægri sinnaðar vændiskonur og ömurlegar aðstæður þeirra eru ekki félagslegt vandamál eins og almennt er álitið þar sem þær kjósa Sjálfstæðisflokkinn. Í því tilfelli fara "eðlilegar" hugmyndir „kaupandans“ vel saman við stjórnmálskoðun vændiskonunnar og því orðið að „eðlilegum“ samskiptum tveggja aðila. Í þessu tilfelli er því fullkomlega óeðlileg að nefna vændiskonuna vændiskonu þar sem hagsmunir hennar og kaupandans fara saman. Hinn hugmyndafræðilegi grunnur vændiskonunnar hefur því „automatiska“ syndaaflausn.

Því er ekki fyrir að fara ef vændiskonan er vinstri sinnuð, það er öllu verra, svo ég tali nú ekki um ef hún kýs Vinstri græna. Þá erum við að tala um fullkomlega ósiðlegt athæfi þar sem skoðun vændiskonunnar á vændinu fer ekki saman við hagsmuni „kaupandans“. Hún er jafnvel í mikilli neyð að vinna gegn eigin prinsippum og haldin "óeðlilegum" skoðunum að mati "kaupandans". Hin vinstri sinnaða vændiskona er því syndum hlaðið félagslegt vandamál og „kaupandinn“ á ekki að eiga „viðskipti“ við fólk að þessu tagi.

Ergo vændi er einungis "réttlætanlegt" svo fremi sem vændiskonan sé hægrisinnuð. Eða spilla bara spilltir spilltum? Ultra frjálshyggjan ríður ekki við einteyming.

1 ummæli:

  1. Vesalings professor er líklega skíthræddur núna,ekki getur hann grátið í símann hans Hreins Loftssonar meira,
    svo eru allar líkur á að his master voice sé á leiðinni í steininn, (reytir líklega ekki af sér neina fimmaurabrandara þar) Annars finnst manni að þessir hundalógikerar ættu að fara að átta sig á því hvað þeir hafa gert af sér, ásamt hirðfíflum sínum, í staðinn fyrir að fara uppá afturlappirnar og rífa kjaft.

    SvaraEyða