Var að taka til á gamla tölvudiskinum mínum og rakst þá á 1. maí ávarp frá 2002 sem ég skrifaði í nafni verkalýðsfélaganna í Hafnarfirði en ég var á þeim tíma formaður Starfsmannafélags Hafnarfjarðar.
Ekki verður annað sagt en við höfum sterklega varað við þeirri þróunn sem leiddi okkur inn í mesta efnahagsvanda seinni tíma. Birti hér nokkrar glefsur úr ávarpinu 2002 af tilefni dagsins.
"...allt er þetta þó í afar öfugsnúið þegar að litið er til afkomutalna hinna ýmsu fyrirtækja í landinu. Olíufélögin, sem láta dag hvern eins og olíuverð sé háð einstakri umhyggju félaganna fyrir velferð almennings og byggð á góðmennsku þeirra, sýna afkomutölur upp á hundruð milljóna í gróða. Útgerðafyrirtæki sýna hagnað sem nemur miljörðum króna. Fákeppni á ýmsum sviðum sem og einokun skapa beinlíns jarðveg fyrir enn meiri gróða einstakra fyrirtækja. Háir vextir og sívaxandi þjónustugjöld í bankakerfinu eru komnir út fyrir allt velsæmi og svona mætti lengi telja. Ekki var þetta hugmyndin um stöðugleika við gerð síðustu kjarasamninga á hinum hógværu nótum og ekki var þetta hugmyndin með fórnum launafólks nær allan tíunda áratug síðustu aldar í kjölfar þjóðarsáttarninnar. Fyrirtækin í landinu er stikkfrí í öllu sem heitir þjóðarsátt og hagsmunir eigenda og markmið hámarkságóða tekin fram fyrir þjóðaheill. Hvert dæmið á fætur öðru sannar slíkt svo ekki verður um villst. Grátbroslegt verður þó að teljast þegar forráðamaður erlendrar hamborgarkveðju hér á landi seilist á ystu nöf röksemdanna er hann telur skýringu á hinni afar háu verðlagningu fyrirtækisins hérlendis vera háann launakostnað?"
Og síðar
"Oft er deilt á hinn opinbera geira. Oftast að ófyrirsynju en stundum með réttu. Dæmin sanna þó að í þeim tilfellum sem það á rétt á sér þá eru hin opinberu fyrirtæki fyrst og fremst fórnarlöm misvitra stjórnmálamanna og eða umboðsmanna þeirra. Opinberir starfsmenn sinna afar mikilvægum og verðmætum störfum , svo verðmætum að hagsmunahópar ýmsir eru reiðubúnir til að seilast ansi lagt í að komst yfir þau verðamæti sem hinir s.k. opinberu starfsmenn skapa. Einkavæðing í anda nýfrjálshyggju eru grímulaus tilflutningur verðmæta samfélagsins til fárra útvaldra. Einkavæðing hefur hvergi leitt til lækkandi gjaldskrá til almennings. Og þrátt fyrir viðvörunarbjöllur hringi víða um veröldina varðandi afar og algerlega misheppnað ráðgerðir af þessu tagi, þá er í engu slegið af hér á landi og fremur gefið í en slakað á. Ný lög um Vatnsveitur sem og frumvarp til nýrra raforkulaga gefa tóninn um áframhaldandi óráðsíu í þessa veru. Grundvallarspurningu eins og t.d. um hvað samkeppni Vatnsveitur muni eiga í og við hverja er ósvarað en nokkuð ljóst að um einkarekna einokun verður að ræða. Einkaframkvæmdir á hafnfirska vísu eru og munu reynast dýrkeyptar og tryggja áframhaldandi há gjöld á bæjarbúa. Umhugsunarvert er að eignarmyndun þrátt fyrir há framlög er nánast enginn? Einkavæðing hefur því og mun leiða með beinum og óbeinu hætti til minnkandi kaupmáttar. Sem fyrri daginn mun hin almenni launamaður sitja í súpunni."
Svo mörg voru þau orð.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli