þriðjudagur, 3. mars 2009

Fréttatilkynning frá Foreldrasamtökum gegn áfengisauglýsingum.

Undanfarið hefur staðið yfir markviss áfengisauglýsingaherferð. Tilefnið “20 ára afmæli bjórsins”. Sem fyrr þá er auglýsingum beint sérstaklega að börnum og unglingum. Þrátt fyrir fjölda dóma vegna sambærilegra auglýsinga þá brjóta hagsmunaaðilar lögin dag út og dag inn að virðist átölulaust. Viðskiptasiðferði þessara aðila er á lægsta plani og virðing fyrir lögvörðum réttindum barna og unglinga er engin.

Útvarpsstöðvar sem höfða sérstaklega til barna og unglinga auglýsa ekki bara bjór, fjölmargar auglýsingar eru frá veitingarhúsum og eru um sterka áfengadrykki. Einstaklega ósmekklegt þar sem markhópur viðkomandi útvarpsstöðva hefur ekki einu sinni aldur til að sækja viðkomandi vínveitingahús. Ríkissjónvarpið sem hefur ríkum skyldum að gegna í þessum efnum og á að vera öðrum miðlum fordæmi birtir með reglulegum hætti áfengisauglýsingar og nú síðast án þess að reyna á nokkurn hátt að snúa út úr skýrri löggjöf um bann við áfengisauglýsingum. Vinsælir þættir á Skjá einum eru kostaðir af áfengisframleiðendum með tilheyrandi áfengisauglýsingum og svona mætti lengi telja.

Foreldrasamtök gegn áfengisauglýsingum spyrja einfaldlega – Hvar er ákæruvaldið? Hvar er útvarpsréttarnefnd? Hvar er hin ritstjórnarlega ábyrgð? Hvar eru borgar- og bæjaryfirvöld sem veita jákvæðar umsagnir um vínveitingaleyfi til vínveitingastaða sem þverbrjóta lög?

Foreldrasamtök gegn áfengisauglýsingum skora á almenning að sýna hug sinn í verki og senda inn ábendingar um brot á banni við áfengisauglýsingum. Það er hægt að gera með einföldum hætti rafrænt í gegnum heimasíðu samtakanna http://www.foreldrasamtok.is/ á slóðinni http://foreldrasamtok.is/?p=kaerubref

Foreldrasamtök gegn áfengisauglýsingum
http://www.foreldrasamtok.is/

Vinsamlegast áframsendið þessa tilkynningu til vina, vandamanna og allra þeirra sem bera hag barna og unglinga fyrir brjósti.

1 ummæli:

  1. Hvað ef öll heimili þar sem börn og unglingar eru ,myndu senda kæru til ákæruvaldsins og útvarpsréttarnefndar. Hættum því ekki fyrr en eitthvað gerist. Þessar auglýsingar eru auðvitað
    bannaðar og mjög skýrt dæmi um yfirgengileg átroðslu við almenning og það að lög séu ekki virt ef græðgin er annars vegar (lessu og hommamyndir mættu líka missa sig fyrir mér)

    SvaraEyða