miðvikudagur, 9. apríl 2003

Nú er að vinda sér í vefnað

Nú er að vinda sér í vefnað um sögu félagsmiðstöðva. Ég hef reyndar haft áform um að koma á fót slíkum fræðsluvef um nokkra hríð, leitaði m.a. liðsinnis Sambands íslenskra sveitarfélaga í þessum efnum þar sem að vefur af þessu tagi nýtist vel í fræðslustarfi sveitarfélaganna fyrir þann fjölmenna hóp starfsmanna sem vinna á vettvangi frítímans, starfsfólk félagsmiðstöðva , kennarar og fl. Undirtektir sambandsins voru dræmar og greinlega lítil áhugi á þessum málum þar á bæ og í nokkru ósamræmi við yfirlýsta stefnu bæjarfélaganna í landinu varðandi endurmenntunarmál t.d. í síðustu kjarasamningagerð. En það er nú önnur Ella

Ég hef hins vegar verið að spjalla við fólk innan KHÍ um þessa hugmynd m.a. Karl Jeppesen og þar hafa menn sýnt málinu áhuga

Ég hef aðgang að ljósmyndum, tónlist , ýmsum skjölum og 8 mm kvikmyndum.. Þessu efni vildi ég gjarnan koma á framfæri í einni eða annarri mynd en það gæti orðið þrautinni þyngri. Myndir og skjöl eru lítið mál en erfiðust er filman. Hugmyndin er að fá lánaða 8 mm sýningarvél, varpa á vegg og taka upp með digitalvél. Þetta þarf ekki að vera flókið. hitt er öllu verra að finna format sem hentar best og tekur ekki mikið pláss og öll klippivinnan því gæði eru misjöfn. Sama á við um tónlistina hana má taka upp á minidisk.

Ég næ hins vegar ekki að koma þessu öllu í framkvæmd á einu bretti þannig að í fyrstu áætla ég að setja inn sitt lítið af hverju tengt viðfangsefninu, tengla og. fl. en bíða með flóknari atriði þar til mál skýrast varðandi samstarfsaðila.
En ég vonast samt til að koma á fót light version

Engin ummæli:

Skrifa ummæli